SNAP-MAKEUP

IMG_0305
Gerði þessa förðun í gegnum SNAPCHAT fyrir helgina. Ég hafði gert þetta lúkk 
fyrir nokkrum vikum og voru nokkrar sem vildu sjá hvernig ég gerði það.
 Ég fékk Hrefnu vinkonu til þess að módelast fyrir mig (ég fæ líka leið á 
andlitinu á mér, no worries). Snapchat er hrikalega skemmtilegur miðill, 
gaman að sýna ykkur aðeins svona"mannlegri" hliðar á mér, 
mikið af sódavatni og alskonar bulli.
 Endilega addið mér VFMAKEUP.
Það sem ég notaði var ::
 Mattur rauðbrúnn úr Morphe35N palettunni.
 Inglot 39 body pigment.
 Mikið af maskara.
Ætla gera bráðum á snap eitthvað með húðvörum, endilega fylgist með!

Finnið Hrefnu hér

IMG_0308IMG_0301IMG_0151
Mjög einföld halo förðun, fullkomin fyrir hvaða tilefni og hægt að nota allskonar liti!
Njótið dagsins! 
 XX
Ekki gleyma 
 Instagram // Facebook // Snapchat :: VFMAKEUP

FUN LIPZZ ;; SLEEK – POUT PAINT

IMG_9922Hver elskar ekki skemmtilegar og djúsí varir?! Ég persónulega er mjög hrifin af allskonar litum 
og hefur lengi langað að prófa einhverja svona flippaða. Inglot er með mikið úrval sem 
mig klæjar í puttana í að kaupa en ég ætla láta það bíða til betri tíma.. 
Þessa fann ég á Haustfjord.is og eru frá Sleek.
Sleek er breskt merki (held ég alveg örggulega) og er svona drugstore merki, frekar ódýrt 
en með mikið úrval og hefur fengið gríðalega góðar undirtektir.  Ég hef persónulega aldrei 
prófað neitt annað frá Sleek og verð að segja að fyrstu kynni eru bara nokkuð góð! 
Ég ákvað að skella mér á þessa einfaldlega vegna þess hversu ódýrir þeir voru, bara litlar 
990 kr. og því ekki mikill missir ef þeir væru ekki skemmtilegir, sem betur fer er ég bara 
mjög ánægð með þá, svona miðað við verð. Litirnir í þessum þremur PoutPaints sem ég 
valdi mér eru allir mjög litsterkir og frekar auðvelt að vinna með þá. Auðvitað þarf að vanda sig pínu en það er frekar gefið..
 Ég allavega mæli með að prófa ef þið hafið gaman af að leika ykkur með liti, blanda litum saman eða bara rokka bláum vörum!
Hér finnið þið PoutPaint!
 IMG_9507"Cloud 9"
IMG_9510"Lava"IMG_9501"Peek A Bloo"
Njótið dagsins! 
 XX
Ekki gleyma
 INSTAGRAM // FACEBOOK // Snapchat :: VFMAKEUP

TRUE MATCH

 HÆHÆ! Langaði að deila með ykkur pælingum mínum um True Match farðann frá 
L'oreal. Þessi farði er alls ekki nýr á markaðnum, þetta var reyndar fyrsti farðinn sem 
ég keypti mér og notaði í mörg ár. En það eru reyndar líka mörg ár síðan það var, 
hefur hann fengið mikla umfjöllun undanfarið svo ég varð auðvitað að prófa hann aftur. IMG_9917NICOLE GURRIERO, YOUTUBE-ARI, ELSKAR HANN OG EF HÚN, DROTTNINGIN 
SJÁLF, NOTAR HANN ÞÁ HLÝTUR AÐ VERA EITTHVAÐ VARIÐ Í HANN.. 
RIGHT? IMG_9469Ómáluð. IMG_9484Eins og sækó á þessari, en það er líka bara flott.. held ég hafi jafnvel tekið aðeins of 
ljósan lit, en þegar það er allt annað komið þá er hann ekki svona off..
Hér er ég búin að fara eina létta umferð með farðanum. Hann jafnar út lit og 
ójöfnur en leyfir samt húðinni að koma í gegn, sem er eitthvað sem ég fíla. IMG_9489Mér finnst áferðin á honum rosalega falleg en á sama tíma pínu dull. Ég væri 
rosalega spennt fyrir því að prfóa Magic-Lumi farðann frá L'Oreal en hann inniheldur 
ljómandi agnir sem gefur farðanum meira líf. En þessi er rosalega flottur og 
verður fallegri yfir daginn finnst mér, þegar það kemst smá náttúrulegur ljómi 
(sviti/olía) í gegnum hann. Ég hef reyndar prófað að blanda Magic-Lumi primernum
 útí hann, sem ég geri mjög oft við farða, og fannst það rosalega fallegt. 
Ég hef notað hann nokkrum sinnum og finnst hann endast vel á húðinni.
Hér fyrir neðan er ég svo búina að setja á mig hyljara, sólarpúður og kinnalit. 
Finnst hann mjög fallegur með öllu, gefur flotta jafna áferð án þess að vera of 
þekjandi (þ.e. húðin fær að sjást í gegn). IMG_9495Niðurstaða :: Er ekki alveg búin að kaupa æðið í kringum hann, en held ég muni nota hann 
töluvert þegar ég kemst uppá lagið með hann. fínn hversdags farði fyrir þá daga 
sem maður vill örlítið meiri þekju.
Njótið dagsins! 
XX
EKKI GLEYMA
INSTAGRAM // FACEBOOK // Snapchat :: vfmakeup 

BLACK MAGIC

HALLÓ KRAKKAR, vonandi var helgin dásamleg og allir tilbúnir í nýja viku! Ég er mjög spennt fyrir þessum MAKEUP MONDAY, mest vegna þess að myndirnar voru allar svo fínar (þó ég segi sjálf frá). Þið sem eruð að followa mig á Instagram hafið eflaust séð smá preveiw af þessu lúkki en hér kemur “innihaldslýsing” fyrir ykkur sem eruð forvitin að vita hvaða vörur ég notaði.
IMG_9114AUGNHÁR:: 
VIXEN – SOCIALEYES (
HAUSTFJORD.IS)
ÉG ELSKA ÞESSI AUGNHÁR, HELD ÞAÐ HAFI EKKI FARIÐ FRAMHJÁ NEINUM, ÞAU ERU SVO SJÚKLEGA FLOTT!! MYNDI GIFTAST ÞEIM EF ÉG MÆTTI. IMG_9123 IMG_9170AUGU ::
SHIMMER CUBES 20 – THE BODY SHOP
NOTAÐI BÁÐA SILFUR TÓNANA Í ÞESSARI PALETTU TIL AÐ GERA SVONA SKEMMTILEGT EFFECT UNDIR AUGUN.
SMOLDER EYEKHOL – MAC
BLANDAÐ UNDIR AUGUN OG BÚIÐ TIL DRAMTÍSKT SMOKEY. AÐEINS VIÐ EFRI AUGNHÁRALÍNU LÍKA.
SIDECAR – NAKED PALETTE URBANDECAY
NOTAÐUR YFIR ALLT AUGNLOKIÐ.
IMG_9188
VARIR ::
LIPPENCIL 14 – INGLOT
ÞESSI ER MJÖG NUDE, MJÖG NÆS.
Ég mun eflaust sýna ykkur fleiri myndir seinna, ég á helling til!
Njótið dagsins!
XX
Ekki gleyma INSTAGRAM//FACEBOOK

HEIMSÓKN Í SNYRTIBUDDU – FANNÝ HULD

Færsla dagsins finnst mér mjög spennandi, Við fáum að kíkja í snyrtibudduna hjá henni Fanný Huld!  skemmtilegt svona með sunnudagskaffinu.
Fanný skrifar ::
Hæhæ ég heiti Fanný Huld Friðriksdóttir og ég er 17 ára. Ég útskrifaðist sem förðunarfræðingur úr Mood Makeup School vorið 2015. Ég er að vinna í The Body Shop svo hef ég líka einnig tekið að mér farðanir fyrir allskonartilefni. Svo á ég von á lítilli stelpu í lok október og er alveg ótrúlega spennt fyrir því!
IMG_9090Base ::
IMG_9044
Hver einasti dagur hjá mér hefur byrjað með smashbox pore minimizing primer, alveg ótrúlega góður primer, minnkar húðholur og gefur farðanum svo fallega áferð, nýlega bættist við smashbox primerwater sem ég hef heldur ekki hætt að nota. Ótrúlega frískandi og gott. Uppáhaldsmeikið mitt er Giorgio Armani luminous silk foundation, einn fallegasti farði sem ég hef prufað! Líka í uppáhaldi er Naked Skin hyljarinn frá Urban Decay og er klárlega einn besti hyljari sem ég hef prufað. 
IMG_9069í meik nota ég oftast flat kabuki frá Sigma og Ég nota alltaf beauty blender til að blenda út hyljara, svo stundum ef ég nenni þá nota ég hann líka fyrir meikið.IMG_9049
Undir augun finnst mér gott að nota ljóst púður til að festa niður hyljarann, MSF púðrið frá MAC er snilld. Núna hef ég verið mikið fyrir krembronzer og kremkinnaliti, finnst það oft koma náttúrulegra út og gefa frísklegra útlit. Ég elska þennan bronzer frá YSL, rosalega náttúrulegur og fallegur. The multiple frá Nars, í litnum orgasm, er svoo flott og er nánast það eina sem ég nota. Á þeim dögum sem ég erf meira fyrir púður þá nota ég einungis HOOLA frá Benefit, minn allra allra uppáhalds bronzer, enda á fjórðu dollunni. Þessi kinnalitur frá Art Deco hef ég mikið notað og er ábyggilega minn allra uppáhalds, alveg ótrúlega fallegur. Uppáhalds highlighterinn minn og sá nýjasti í safninu er þessi frá BECCA og heitir Champagne pop, fallegri highlighter muntu ekki finna í þessum heimi, trust me.
IMG_9077
Í púður undir augu elska ég setting brush frá real techniques. í krembronzer og kinnalit finnst mér þessi cheek brush frá real techniques mjög góður. í púðurbronzer elska ég þennan bursta frá MAC nr 116. Fyrir kinnalit hef ég alltaf notað þennan frábæra bursta frá YSL, alveg ótrúlega góður. Fyrir highlighter nota ég contour burstann frá real techniques, hentar ótrúlega vel.
eyes//brows ::IMG_9058
Mér finnst langbest að nota gel eða “dipbrow pomade” til að fylla inní augabrúnir, þetta frá Anastasia Beverly hills er algjör snilld, helst á allan daginn og mjög þægilegt í notkun. Til að klára nota ég alltaf augabrúnagel yfir og ég hef verið að fýla gelið frá MAC, gefur enn meiri lit og hárin haldast alveg á sínum stað. Dagsdaglega nota ég yfirleitt smá bronzer í glóbuslínuna og highlighterinn sem ég nota á andlitið nota ég yfirleitt líka á augnlokin. Svo bretti ég vel uppá og set vel af maskara. Ég elska Rollerlash maskarann frá Benefit, lengir þvílíkt og heldur þeim vel uppi.
IMG_9080
Á augun er það mjög einfalt, 224 burstinn frá MAC í glóbuslínuna og ef ég er í stuði nota ég bursta nr 239 á augnlokin, annars bara nota ég puttann.
Lips ::IMG_9063
Dagsdaglega er ég mikið fyrir nude varir. Elska varablýantana frá The Body Shop, nota alltaf nr 03. Ég hef mikið verið að nota þennan frá MAC í cremé D’nude, mjög sætur hversdags nude litur. Ef ég er í fýling þá skelli ég stundum á mig sætu glossi í stíl, þetta frá NYX heitir fortune cookie og er sjúklega flott og gott, fullkomið yfir þetta combo sem ég var að segja frá.
Takk fanný – hægt er að fylgjast með henni HÉR
Njótið dagsins! 
XX
ekki gleyma INSTAGRAM // FACEBOOK